Í Stoðkerfislausnunum lærði ég að beita mér rétt og er laus við verkina

Ég lenti í bílslysi fyrir 14 árum og er búin að vera frá vinnu í 11 ár vegna bakverkja sem komu í kjölfar þess. Ég er búin að vera hjá ýmsum sjúkraþjálfurum Ég keypti mér kort í líkamsræktarstöð og reyndi að hreyfa mig en það gerði lítið gagn og verkirnir löguðust ekkert. Ég byrjaði í Stoðkerfislausnum í maí og þá fóru hlutirnir að gerast. Hér er stuðningur og skilningur svo miklu meiri en ég hafði áður kynnst, hér er venjulegt fólk en ekki einhver tískusýning. Mér finnst eg vera velkomin hér í Heilsuborg. Ég skynja það líka í gegnum aðra að í Heilsuborg er fólk opið og líður vel. Allir eru að gera sitt besta og enginn dæmir mann.

Í Stoðkerfislausnunum lærði ég að beita mér rétt og er nú laus við þessa miklu verki sem voru að hrjá mig daglega, ekki síst eftir að ég fór að gera æfingarnar heima líka. Mér líður miklu betur núna, bæði andlega og líkamlega. Ég sef líka betur, áður héldu verkirnir fyrir mér vöku.

Ég er að klára framhaldsnámskeið í Stoðkerfislausnum. Nú kann ég að gera hlutina rétt og ætla að kaupa mér kort í framhaldinu.

Ég mæli 100% með Stoðkerfislausnum. Hefði viljað koma hingað fyrr.

Jóhanna Sandra Pálsdóttir