Það skiptir miklu að leiðsögnin sé góð

Ég hafði verið að kljást við orkuleysi og í samráði við sjúkraþjálfarann minn byrjaði ég í Orkulausnum í sumar. Ég var mjög ánægð með námskeiðið.

I Orkulausnum eru gerðar góðar æfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara – þannig nær maður að byggja sig upp. Námskeiðið er einstaklingsmiðað; þegar æfing hentaði ekki einhverjum var kennarinn duglegur að finna leiðir til að gera hana á annan hátt sem hentaði betur. Eftir hvern tíma leið mér vel, ég fann ég hvað þetta hafði gert mér gott án þess að ég væri útkeyrð.

Nú er ég tilbúin að taka næstu skref í að byggja mig upp eftir að hafa lent í kulnun í starfi. Ég er sjúkraþjálfari sjálf og veit þess vegna hve miklu skiptir að leiðsögnin sé góð. Ég var búin að leita fyrir mér og fannst erfitt að finna hreyfingu sem passaði mér.

Heilsuborg er góður staður til að koma sér af stað og ég mæli hiklaust með Orkulausnum.

Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari