mitt besta mataræði með Heilsuborg.is

MITT BESTA MATARÆÐI

Við tökum með þér fyrstu skrefin að bættu mataræði. Grunnnámskeið um hvernig hægt er að nota mataræði til að bæta heilsuna.


Ertu búin(n) að prófa kúra eða kaupa bætiefni án þess að ná þeim árangri sem þú vilt? Viltu fá hugmyndir og læra að elda hollan mat sem bragðast líka vel?Gleymir þú stundum að borða í annríki dagsins – og dettur svo kannski í óhollustuna á kvöldin? Áttu erfitt með að skipuleggja þig? Finnst þér flókið að elda? Er maturinn aftarlega í forgangsröðinni? Langar þig í verkfæri til að halda þig við efnið?

Næringar- og hjúkrunarfræðingar Heilsuborgar stýra þessu vandaða átta vikna námskeiði um hollan mat og góðar matarvenjur. Námskeiðið fjallar um undirstöðuatriði í hollu mataræði. Það er sérsniðið fyrir þá sem hafa oft byrjað að breyta mataræðinu en fara síðan aftur í sama farið.

Hér eru gefin einföld áhrifarík ráð til að bæta mataræðið án þess að fara út í flókna eldamennsku og næringarefna útreikninga.

Á hverjum degi berast okkur allskyns upplýsingar um næringu, hvað er hollt og hvernig hægt er að ná árangri. Á námskeiðinu kennir fagfólk Heilsuborgar hvernig hægt er að rata í þessum frumskógi.

Markmiðið er að þú finnir þína leið til að koma starfsemi líkamans í jafnvægi, fá nauðsynleg næringarefni og dreifa orkunni skynsamlega. Við leggjum áherslu á lítið unninn, fjölbreyttan mat, sem einfalt er að matbúa. Ekki síst hugum við að því að njóta matarins og bera virðingu fyrir okkur eins og við erum.

Með réttum verkfærum og aðferðum getur þú komið betri reglu á hlutina og bætt skipulagið, nærst betur og liðið betur.  Á námskeiðinu er m.a. sýnikennsla í matreiðslu, smakk, matseðlar og uppskriftir að hollum og gómsætum réttum sem einfalt er að útbúa.

Námskeiðið hefst 5. september.

Erla Gerður Sveinsdóttir
læknir

Gréta Jakobsdóttir
næringarfræðingur

Gulla Akerlie
hjúkrunarfræðingur

Kristín Friðriksdóttir
hjúkrunarfræðingur

Marianna Csillag
hjúkrunarfræðingur

Sólveig Sigurðardóttir
ástríðukokkur og leiðbeinandi

STUNDASKRÁ


Fimmtudaga kl. 16:30–17:45

VERÐSKRÁ


Heildarverð 39.800 kr
Greiðslur á mánuði 19.900 kr

KAUPA NÁMSKEIÐIÐ

INNIFALIÐ

  • Sex fræðslutímar hjúkrunarfræðinga, næringarfræðinga og læknis
  • Sýnikennsla í matreiðslu og smakk (ath lengra en venjulega: kl. 16:30 – 18:00)
  • Uppskriftir og matseðill
  • Aðgangur að tíma í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans –  í upphafi og lok námskeiðs
  • Lokaður Facebook hópur fyrir fróðleik, umræður og hvatningu